Íslenska

Ég hef ferðast til Íslands af mörgum tilefnum; ég læt sem ég hafa tínt tölunni. Konan mín veit hana.

Ísland hefur alltaf höfðað til mín. Til að byrja með var það ævintýri að ferðast þangað. Að jaðri Norðurskautsins. Eitthvert ótrúlega afskekt og spennandi. Í dag er landið griðastaður, staður til að fara til til að vera með vinum, til að slaka á og vona að Norðuljósin sýni sig. Ég læt ekki eins og ég viti allt um Ísland. Ég geri það að vísu en íslenskir vinir mínir er mjög góðir í að leiðrétta mig á ákveðinn en samúðarfullan hátt. Þeir hafa sýnt mér umtalsverða þolinmæði þegar ég hef dúkkað upp fyrirvaralítið, mætt óboðinn í brúðkaup, fengið lánuð hlý föt og látið spurningaflóðið dynja á þeim.

„Ísland afþýtt“ er raunsannt verk upp á u.þ.b. 75.000 orð.  Ferðin er eins konar snúra sem áhugaverðar frásagnir og spennand sögur eru hengdar á, lauslega byggð á bugðóttum hringveginum um Ísland. Þetta væri venjulegast kallaður þjóðvegatúr ef ekki væri fyrir tíðan skort á vegum. Í staðinn er athyglinni beint að stöðum, fólki og upplifunum sem finnast á Íslandi.  Sagan er ítarleg athugun á þessari heillandi og óvenjulegu eyju.

Ég er byrjandi þegar kemur að því að skrifa og þetta er bloggið mitt. Ég að reyna að fá bókina mína gefna út en hún ber sama nafn. Ég hef fengið greinar eftir mig birtar í Iceland Review, í Atlantica og í Reykjavik Grapevine. Það er samt ekki alveg eins og að fá gefna út bók eftir sig, er það?

Ísland er nú um stundir „Staðurinn“ til að sækja heim. Ferðamönnum til Íslands fjölgar stöðugt á milli ára enda hefur landið verið valinn sá sá staður sem ferðalangar vilja helst heimsækja á árinu 2012, bæði af Lonely Planet og National Geographic. Ísland hefur því sjaldan verið vinsælla. „Ísland afþýtt“ er hin fullkomna bók fyrir gesti til að skella í bakpokann og fyrir þá sem betur þekkja til, til að halla sér aftur með og njóta þess að lesa um Íslandið sitt frá nýju, einstöku sjónarhorni. Ég mæli með því. En það er nú við því að búast af mér, ekki satt?

Ég tala ekki íslensku en ég er að reyna að læra hana.

Ef þú hefur áhuga á að gefa út bókina mína eða fá frekari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband á edhancox@live.co.uk